Fræðsluefni um kynferðisofbeldi gegn börnum

Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna.

Fræðslurit gefið út af Vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr. Höfundar eru Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen.

Markmið fræðsluefnisins er að greina meginreglur Barnasáttmálans, Lanzarote-samningsins og Leiðbeininga um barnvænlega réttarvörslu og draga fram þau atriði sem ber að hafa að leiðarljósi við meðferð réttarkerfisins í málum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

Í fræðsluefninu er meðferð mála um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum innan réttarkerfisins kortlögð. Auk þess sem fjallað er um hlutverk, vinnulag og samspil ólíkra aðila innan réttarkerfisins og greint hvernig haga megi málsmeðferð til að tryggja fyrirmyndarvinnubrögð við kynferðislegu ofbeldi gegn börnum.

Ofbeldi gegn börnum, hlutverk skóla. Handbók fyrir starfsfólk skóla

Handbókin er gefin út 2014 af Vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og og Námsgagnastofnun. Höfundar eru Guðrún Kristinsdóttir og Nanna Kr. Christiansen.

Markmiðið hennar er að upplýsa kennara og annað starfsfólk skóla um einkenni og áhrif ofbeldis á börn og veita fræðslu um forvarnir, nauðsynleg inngrip og úrræði sem eru til staðar fyrir skólafólk til að tryggja sem best velferð nemenda.

Handbókin er gefin út í prentuðu formi og er dreift í alla leik- og grunnskóla landsins. Einnig er hún aðgengileg á vef Námsgagnastofnunar og vef Vitundarvakningar.

Verndum þau. Handbók um birtingarmyndir ofbeldis og vanrækslu á börnum, gefin út í samstarfi við menntamálaráðuneytið og Æskulýðsráð ríkisins.

http://www.aeskulydsvettvangurinn.is/verndum-thornau.html

Hlekkir á gagnlegar upplýsingaveitur um kynferðisofbeldi á börnum

 

 

Opinberar stofnanir sem koma að kynferðisbrotum gegn börnum
  • Heilsugæslan
  • Umboðsmaður barna
  • Embætti landlæknis
  • Kynferðisbrotadeild lögreglunnar
  • Barnaverndarstofa
  • Barnaverndarnefndir
  • Neyðarmóttaka vegna þolenda kynferðisofbeldis
  • Barnahús
Barnaverndarstofa
112
Lögreglan
Barnahús
Landspítali
Innanríkisráðuneytið
Velferðarráðuneytið
Mennta- og menningarráðuneytið
Vitundarvakning